Um mig
Karen Guðmundsdóttir

Karen Guðmundsdóttir sálfræðingur sinnir m.a. meðferð við kvíða, þunglyndi, lágu sjálfsmati, fíknivanda og áfallaúrvinnslu.

Hún beitir gagnreyndum aðferðum við greiningu og meðferð og styðst t.a.m. við hugræna atferlismeðferð (HAM). Hún nýtir gagnreynd mælitæki til að mæla árangur meðferðar.
Karen lauk BA prófi í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri 2014. Hún lauk Cand. psych.námi frá Háskóla Íslands 2016 og fékk starfsleyfi sama ár.
Í starfsnámi Cand. psych fór hún á Teig, eftirmeðferðardeild fíknigeðdeildar Landspítala, sem sinnir fólki með vímuefnavanda auk annars geðræns vanda.
Karen hefur m.a. fengið þjálfun í EMDR áfallameðferð, lokið sérnámi í núvitund fyrir fagaðila (Teacher Training Pathway, level 1) og fengið þjálfun í núvitund í daglegu lífi (The Present for Adults training).
Hún hefur öðlast þó nokkra þjálfun og reynslu af notkun hugrænnar atferlismeðferðar. Karen hefur einnig sótt ýmis námskeið, vinnustofur og fengið tækifæri til að sitja málstofur framúrskarandi fræðimanna um greiningu og meðferð sálræns vanda.

Hún hefur frá árinu 2019 haldið reglulega námskeið hjá Fræðsluneti Suðurlands.

Karen starfaði frá árinu 2016 – 2023 hjá Fangelsismálastofnun ríkisins sem sálfræðingur á Litla Hrauni.

Menntun

2014: B.A. Sálfræði; Háskólinn á Akureyri.
2016: B.A. Cand.psych; Háskóli Íslands.
2021: Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun (VOGL); Endurmenntun Háskóla Íslands.

Fagaðild

frá 2016: Sálfræðingafélag Íslands
frá 2021: Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga
frá 2022: EMDR Ísland

Réttindi

2016: Löggiltur sálfræðingur; Landlæknir

Námskeið

2017 – EMDR áfallameðferð Level 1
2019 – Teacher Training Retreat Level 1 (kennsluþjálfun í núvitund)
2019 – Mindful Inquiry via Bangor University & Mindfulness Network (kennsluþjálfun í núvitund)
2019 – Áhugahvetjandi samtalstækni (e.Motivational Interviewing)
2020 – Núvitund í daglegu lífi (e. The Present for Adults training)
2020 – Siðareglur sálfræðinga – Sálfræðingafélag Íslands
2022 – Bjargráðakerfi Björg, að ná tökum á tilfinningastjórn byggt á díalektískri atferðilsmeðferð.
2022 – Using the PCL-R and PCL:SV to Assess Psychopathic Personality Disorder: Fundamental Workshop
2023 – EMDR áfallameðferð – Mastering the Treatment of Complex Trauma: Effectively Treating “Parts”
2023 – EMDR áfallameðferð Level 2

Netfang: hugur@hugur.is